Innlent

Aflvana báti bjargað út af Sauðanesi

Björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út í gærkvöldi eftir að neyðarblys sást á lofti út af Sauðanesi á milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Rétt í sama mund tilkynnti skipstjóri á vélarvana báti á svæðinu að hann hefði skotið blysinu á loft til að leiðbeina öðrum báti að sér og að engin hætta væri á ferðum. Leit var strax blásin af og gekk vel að draga bátinn í land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×