Fyrsti hluti lóðar verður ekki boðin út 31. janúar 2006 21:42 Urgur er í verktökum í kjölfar frétta um að semja eigi útboðslaust um fyrsta hluta lóðaframkvæmda við Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn. Þeir vilja þó ekki gagnrýna borgaryfirvöld opinberlega, af ótta við að verða settir út í kuldann. Á fimmtudaginn tekur borgarráð fyrir tillögu, um hvort semja eigi beint við Íslenska aðalverktaka um fyrsta hluta lóðaundirbúnings vegna fyrirhugaðs tólnlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn. Eins og fram hefur komið í fréttum okkar á borgin að skila lóðinni í haust, og áætlar borgin að það kosti einn komma tvo, til einn komma fjóra milljarða króna, að gera lóðina klára. Heimildamenn fréttastofu telja þó, að þessi upphæð geti orðið nokkru hærri, jafnvel allt að tveimur milljörðum króna. Verkinu verður skipt upp og fyrsti hlutinn, sem borgin áætlar að kosti um 400 milljónir, kemur útboðslaust í hlut Íslenskra aðalverktaka. Samkvæmt lögum um opinber innkaup, er almenna reglan sú að bjóða þarf út verk fyrir tíu milljónir eða meira. Á þessu geta þó verið undantekningar samkvæmt lögunum, til dæmis ef aðeins einn aðili getur unnið verkið af tæknilegum ástæðum eða listrænum ástæðum. Þessari undanþágu beitir borgin varðandi þennan fyrsta, 400 millljóna króna hluta lóðaframkvæmdanna. Fréttastofa hefur rætt við nokkra verktaka í dag, bæði stóra og smáa, sem segja þetta verk svo stórt í sniðum og fjölþætt að undarlegt sé að semja útboðslaust við Aðalverktaka. Útboðsviðmiðið sé tíu milljónir, en hér sé um fjörtíu sinnum stærra verk að ræða. Enginn þeirra vildi þó koma fram í mynd og ástæðan var gjarnan sögð sú að þeir þyrftu að geta átt viðskipti við borgina í framtíðinni. Þá segja þeir líka merkilegt, að ekki sé lokið við að kaupa upp öll þau mannvirki sem eiga að víkja fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Steinun Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði hins vegar í fréttum okkar í gær, að eðlilegar ástæður séu til þess fyrsti hluti lóðaframkvæmdanna var ekki boðin út, og benti á að afgangurinn af lóðaframkvæmdunum verk upp á 800 til þúsund milljónir fari í útboð. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Urgur er í verktökum í kjölfar frétta um að semja eigi útboðslaust um fyrsta hluta lóðaframkvæmda við Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn. Þeir vilja þó ekki gagnrýna borgaryfirvöld opinberlega, af ótta við að verða settir út í kuldann. Á fimmtudaginn tekur borgarráð fyrir tillögu, um hvort semja eigi beint við Íslenska aðalverktaka um fyrsta hluta lóðaundirbúnings vegna fyrirhugaðs tólnlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn. Eins og fram hefur komið í fréttum okkar á borgin að skila lóðinni í haust, og áætlar borgin að það kosti einn komma tvo, til einn komma fjóra milljarða króna, að gera lóðina klára. Heimildamenn fréttastofu telja þó, að þessi upphæð geti orðið nokkru hærri, jafnvel allt að tveimur milljörðum króna. Verkinu verður skipt upp og fyrsti hlutinn, sem borgin áætlar að kosti um 400 milljónir, kemur útboðslaust í hlut Íslenskra aðalverktaka. Samkvæmt lögum um opinber innkaup, er almenna reglan sú að bjóða þarf út verk fyrir tíu milljónir eða meira. Á þessu geta þó verið undantekningar samkvæmt lögunum, til dæmis ef aðeins einn aðili getur unnið verkið af tæknilegum ástæðum eða listrænum ástæðum. Þessari undanþágu beitir borgin varðandi þennan fyrsta, 400 millljóna króna hluta lóðaframkvæmdanna. Fréttastofa hefur rætt við nokkra verktaka í dag, bæði stóra og smáa, sem segja þetta verk svo stórt í sniðum og fjölþætt að undarlegt sé að semja útboðslaust við Aðalverktaka. Útboðsviðmiðið sé tíu milljónir, en hér sé um fjörtíu sinnum stærra verk að ræða. Enginn þeirra vildi þó koma fram í mynd og ástæðan var gjarnan sögð sú að þeir þyrftu að geta átt viðskipti við borgina í framtíðinni. Þá segja þeir líka merkilegt, að ekki sé lokið við að kaupa upp öll þau mannvirki sem eiga að víkja fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Steinun Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði hins vegar í fréttum okkar í gær, að eðlilegar ástæður séu til þess fyrsti hluti lóðaframkvæmdanna var ekki boðin út, og benti á að afgangurinn af lóðaframkvæmdunum verk upp á 800 til þúsund milljónir fari í útboð.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira