Innlent

Bahá'íar sækjast ekki eftir að gefa samknynhneigða saman

Bahá' íar á Íslandi segjast ekki munu sækjast eftir að gefa samkynhneigða saman í hjónabnad en segja fordóma gagnvart samkynhneigðum vera í andstöðu við trú sína. Þetta kemur fram í umsögn sem Andlegt þjóðarráð bahá' ía á Íslandi sendi nýverið Alsherjanefnd Alþingis sem hafði áður óskað eftir umsögn trúfélagsins um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra.

Í bréfiAndlegs þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi til Allsherjanefndar kemur fram að bahá' íar álíti hjónabandið vera heilagan sáttmála milli karls og konu og telja það eina lögmæta og viðeigandi farveg kynlífs. Bahá' íar eru mótfallnir frjálsum ástum og óvígðri sambúð. Til þess er ætlast að þeir gagnkynhneigðu og samkynhneigðu einstalkingar sem aðhyllast bahá'í trú virði og uppfylli siðgæðismælikvarða trúarinnar og lifi sem flekklausustu lífi. Bahá'íar á Íslandi segjast því ekki ætla að sækjast eftir heimild til að fá að gefa samkynhneigða saman og vonast til að ekki verði sett nein ákvæði sem kynnu að þvinga trúfélög til athafna sem samræmist ekki trúarskoðunum þeirra. Í umsögninni er kemur fram að fordómar gagnvart samkynhneigðum sé í andstöðu við bahá'í trú sem hvetur til hófsemis, skilnings og umburðarlyndis. Bahá'íar reyni þar af leiðandi ekki að þvinga siðgildi sín upp á aðra og sjá því ekki ástæðu til að gera athugasemd við frumvarp að öllu óbreyttu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×