Innlent

Verkalýðsfélag Húsavíkur fagnar tillögu launanefndar

Verkalýðsfélag Húsavíkur fagnar tillögum Launanefndar sveitarfélaga um að hækka lægstu laun sérstaklega umfram ákvæði kjarasamninga. Samþykktin nær til starfsmanna sveitarfélaga sem hafa 140 þúsund krónur á mánuði eða minna. Reiknað er með að lægstu laun hækki um 12%.

Félagið skorar á Samtök atvinnulífsins og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisjóðs að fylgja fordæmi Launanefndar sveitarfélaga og hækka lægstu laun verkafólks sérstaklega umfram kjarasamningsbundnar hækkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×