Innlent

Hafnar öllum kröfum olíufélaganna

MYND/stefan_karlsson

Samkeppniseftirlitið hafnar öllum kröfum olíufélaganna um að úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála um ólöglegt samráð félaganna verði ógiltur. Það hafnar líka þeirri kröfu félaganna að sektir á þau verði felldar niður eða lækkaðar til muna.

Þetta kemur fram í greinargerð, sem Samkeppniseftirlitið lagði fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, vegna stefnu olíufélaganna á hendur eftirlitinu. Eftir að fallist var á að lækka sektirnar í fyrra stendur eftir einn og hálfur milljarður í sektir. Í málflutningi sínum halda olíufélögin ESSÓ, Olís og Skeljungur því hinsvegar öll fram að þau hafi ekkert hagnast á samráðinu, heldur þvert á móti tapað stórum fjárhæðum á því, þótt þau hafi beðið viðskiptavini sína afsökunar á samráðinu í heilsíðu auglýsingum í dagblöðunum haustið 2004 eftir að úrskurður Samkeppnisstofnunar lá fyrir. Það stefnir því allt í flókin málaferli olíufélaganna og Samkeppniseftirlitsins, og einnig Reykjavíkurborgar og Olíufélaganna, þar sem borgin telur sig hafa tapað 150 milljónum króna á samráði félaganna. Himinn og haf skilur að útreikninga borgarinnar annarsvegar, og olíufélaganna hinsvegar, en borgin gaf þeim tækifæri á að semja um uppgjör.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×