Innlent

Styrkur veittur úr minningarsjóði Dagsbrúnarformanns

Stjórn Alþýðusambandsins hefur ákveðið að veita styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar 1. maí næstkomandi og verður það í fyrsta skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum. Styrkurinn verður að hámarki hálf milljón króna.

Minningarsjóðurinn var stofnaður til minningar um Eðvarð Sigurðsson, fyrrverandi formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar árið 1983. Styrkir eru ætlaðir til rannsókna og útgáfu á verkum sem varða íslenskt samfélag, vinnumarkaðinn, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×