Innlent

Samþykktu sjálfir „skipulagsslys“

Sjálfstæðismenn í borgarráði samþykktu fyrir rúmu ári, að flytja bensínstöðina við Geirsgötu í Vatnsmýrina, en segja nú að flutningurinn sé skipulagsslys.

Eitt af því sem þarf að víkja fyrir Ráðstefnu og tónlistarhúsinu við Reykjavíkur höfn, er bensínsstöð Esso við Geirsgötu. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að ný bensínsstöð, skyldi í staðin, rísa í Vatnsmýrinni, -vestan við Umferðamiðstöðina. Þetta gagnrýndi sjálfstæðismaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, í fréttum okkar í gær.

Staðreyndin er hins vegar sú, að sjálfstæðismenn í borgarráði, -reyndar ekki Gísli Marteinn sjálfur, en félagar hans, lögðu blessun sína yfir þessa færslu á sínum tíma, nánar tiltekið í lok ársins 2004. Þá gerði Reykjaavíkurborg, samning við Ker, -eiganda Olífélagsins Esso um að flytja bensínstöð félagsins af Geirsgötu og koma henni fyrir í Vatnsmýrinni, vestan við Umferðarmiðstöðina. Sjálfstæismenn í borgarráði samþykktu þennan samning á fundi 16. desember.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×