Innlent

Samþykkt að hækka einnig laun hinna lægst launuðu

MYND/Valgarður

Launanefnd sveitarfélaga hefur samþykkt að heimila sveitarfélögum að hækka laun þeirra starfsmanna sveitarfélaganna sem lægst hafa launin.Þær hækkanir ná aðeins til þeirra starfsmanna sveitarfélagannasem eru með undir 140 þúsund krónur í strípuð byrjunarlaun.Þá er átt við starfsmenn þar sem launamyndunarþættir eins og aldurstengdar launahækkanir hafa ekki tekið gildi.

Launin verða hækkuð með því að bæta við launaflokkum og með eingreiðslum líkt og tilfellið er með leikskólakennara, en launanefndin samþykkti um hádegi í dag að heimila sveitarfélögum að hækka laun þeirra. Þau hækka að meðaltali um 12-13 prósent og er gildistími launaviðbótanna frá ársbyrjun til 30. september þegar samningar leikskólakennara renna út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×