Innlent

98,5% kvenna í Fjarðabyggð finnst álversstörf eftirsóknarverð

Framkvæmdir við álverið fyrir austan.
Framkvæmdir við álverið fyrir austan. MYND/Vilhelm

Nánast hverri einustu konu í Fjarðabyggð finnst eftisóknarvert að vinna við álverið sem verið er að reisa fyrir austan. Þetta segir, Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.

Smári var viðmælandi í hádegisviðtali NFS í gær. Þar ræddi hann m.a. þann gríðarlega uppgang sem nú á sér stað á Austurlandi vegna stóriðjuframkvæmdanna þar og nefndi í því sambandi könnun sem gerð var í desember síðastliðnum þar sem athugaður var áhugi Austfirðinga fyrir störfum hjá Fjarðaáli í framtíðinni. Óhætt er að segja að niðurstöðurnar séu forvitnilegar því samkvæmt þeim telja 98,5% kvenna starf við álverið „girnilegt" en aðeins 90% karla. Þegar skoðað er Miðausturland kemur í ljós að 89% kvenna þar finnst starf við álverið í framtíðinni girnilegur kostur, eða tveimur prósentum hærra en hjá körlunum.

Smári segir þessar tölur kveða niður þann kór svartsýnisradda sem ómað hafi um árabil að einungis erlent vinnuafl muni fást í störf við álverið á Austurlandi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×