Erlent

Lögðu þinghús undir sig

MYND/AP

Byssumenn á vegum Fatah-hreyfingarinnar og palestínskar lögreglusveitir tóku völdin í byggingum þings Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gasaströndinni um hádegisbilið í dag.

Það varði þó í skamma stund. Vildu þeir vekja athylgi á andúð sinni á Hamas-samtökunum, sem unnu stórsigur í þingkosningum Palestínumanna í vikunni.

Mótmælendur kröfðust afsagnar liðsmanna í forystu Fatah. Þeir yfirgáfu síðan byggingarnar eftir að kröfum þeirra hafði verið komið á framfæri. Ekki er vitað hvort einhver hafi særst eða fallið í aðgerðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×