Innlent

Herra Ísland sviptur titlinum

MYND/Ómar V.

Ólafur Geir Jónsson hefur verið sviptur titlinum Herra Íslands en Ólafur var kosinn Herra Ísland árið 2005. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands sem slíkt er gert. Í tilkynningu frá aðstandendum keppninnar segir að Ólafur hafi skrifað undir samning við sigur sinn þar sem fram komi að æskilegt sé að hann stundi heilbrigt líferni og reglusemi og að hegðun hans skuli vera keppnninni til sóma. Ólafur hafi hins vegar ekki staðið undir þessum væntingum. Jón Gunnlaugur Viggósson, sem hafnaði í öðru sæti í keppninni, tekur nú við titlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×