Innlent

Eldur í bílum

Tveir eldsvoðar urðu í bílum í kvöld. Rétt fyrir klukkan 20 kviknaði í heyrúllu á vörubíl í Garðabæ. Bíllinn var að koma utan af landi með rúllur á pallinum og í vagni sem var í eftirdragi. Það kviknaði í rúllunni sem var næst bílstjórahúsinu og þurfti að hífa rúllurnar af bílnum til að slökkva eldinn. Þá kom upp eldur í bíl við Dugguvog um hálf tíu. Í hvorugu tilvikinu urðu meiðsl á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×