Erlent

2 milljónir Sómala þurfa matvælaaðstoð

Abdullahi Yusuf Ahmed, forseti Sómalíu.
Abdullahi Yusuf Ahmed, forseti Sómalíu. MYND/AP

Rúmlega 2 milljónir Sómala þurfa nauðsynlega á matvælaaðstoð að halda nú þegar vegna alvarlegra þurrka sem hafa herjað á landið. Sérfærðingar Sameinuðu þjóðanna segja uppskeruna í landinu nú ekki hafa verið jafn rýra í heilan áratug enda hefur ekki rignt í landinu síðastliðin þrjú regntímabil.

Það eru ekki aðeins Sómalar sjálfir sem þurfa aðstoð heldur einnig tæplega 400 þúsund flótamenn sem hafa leitað þangað frá nágrannalöndum vegna átaka í heimalöndum sínum. Ekki hefur þó verið friðsæld fyrir að fara í Sómalíu síðustu árin. Engin starfhæf ríkisstjórn h efur verið við völd þar í 15 ár og stjórnleysi ríkt síðan stjórnarandstæðingar komu einræðisherranum Mohamed Siad Barre frá völdum árið 1991. Þeir snerust síðan hver gegn öðrum og hafa barist um völd hver í sínum landshluta síðan þá.

Alvarlegir þurrkar hafa herjað á íbúa Sómalíu síðustu þrjú regntímabil og ekki komið deigur dropi af hinum ofan. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja því eðlilegt að uppskeran þar sé jafn rýr nú og raun ber vitni. Þeir segja nauðsynlegt að tryggja hátt í þremur milljónum íbúa mat og vatn næsta hálfa árið hið minnsta. Erfiðlega gengur þó að koma byrgðum. Þurrkarnir ná yfir landamæri Sómalíu og þýðir lítið að leita aðstoðar í nálægum ríkjum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×