Innlent

Osta- og smjörsalan fjarlægir osta úr verslunum

Osta- og smjörsalan hefur innkallað í dagog fjarlægt þrjú vörunúmer úr verslunum vegna gerlagalla sem greindist í Búra og Havarti-ostum.Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfissviði borgarinnar.Þær vörutegundir sem um er að ræða eru vörnúmer 4011 Búri, vörunúmer 3905 Havarti 32% og vörunúmer 3915 Krydd-Havarti 32%. Þessi vörunúmer verða ekki í sölu næstu daga eða þar til komist hefur verið fyrir þennan galla. Hér er um lítið magn að ræða eða 700-800 kg. Þeir neytendur sem kunna að eiga þessa vöru og vilja skila henni eru beðnir um að hafa samband við Osta- og smjörsöluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×