Erlent

Saka Ísraela, Beta og BNA-menn um að skapa óöryggi í Íran

Írönsk stjórnvöld segjast hafa upplýsingar um að Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar hafi átt hlut að máli þegar tvær íranskar herflugvélar fórust og með þeim fjöldi manns á dögunum. Innanríkisráðherra Írans, sagði að samkvæmt upplýsingum sem Íranar hefðu, vildu leyniþjónustur landanna skapa óöryggi í Íran. Löndin þrjú bæru einnig ábyrgð á þegar herflutningaflugvél flaug á tíu hæða íbúðablokk skammt frá flugvellinum í Teheran, í desember með þeim afleiðingum að 115 manns fórust. Hvorki Bandaríkjamenn né Bretar hafa svarað ásökunum Íransstjórnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×