Friðarhorfur í algjörri óvissu 26. janúar 2006 18:50 Friðarhorfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs eru í algerri óvissu eftir að í ljós kom að Hamas-samtökin herskáu hefðu unnið stórsigur í palestínsku þingkosningunum í gær. Fatah-hreyfingin fékk ekki nema 43 þingsæti en Hamas-samtökin 76. Vitað var að Hamas-samtökunum myndi ganga vel í kosningunum en að þau myndu fá nánast tvöfalt meira fylgi en Fatah-hreyfing Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, er nokkuð sem fæstir höfðu búist við. Eftir að út spurðist í morgun að Hamas hefði farið með sigur af hólmi baðst Ahmed Qureia, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Úrslitin voru svo kynnt nú laust undir kvöld og þá var stórsigur þessara samtaka, sem viðurkenna alls ekki tilverurétt Ísraelsríkis, formlega staðfestur. Fullkomin óvissa ríkir nú um framtíð friðarferlisins fyrir botni Miðjarðarhafs því ísraelsk stjórnvöld hafa margítrekað að þau viðurkenni ekki ríkisstjórn Palestínumanna sem Hamas á aðild að og engin breyting hefur orðið á afstöðu Bandaríkjamanna til samtakanna þar sem þau hafa enn ekki ljáð máls á að afvopnast. "Eins og við höfum áður sagt, þú getur ekki verið hálfur í stjórnmálum og hálfur í hryðjuverkum," sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. "Þess vegna hefur stefna okkar gagnvart Hamas ekkert breyst." Síðdegis kom til átaka á milli stuðningsmanna Hamas og Fatah-hreyfingarinnar, eftir að þeir fyrrnefndu hengdu græna fána samtakanna utan á þinghús Palestínumanna í Ramallah. Fylkingarnar létu grjóti rigna hvor yfir aðra í dágóða stund en að lokum skarst lögreglan í leikinn. Þótt ekki hafi orðið alvarleg meiðsl á fólki þykir uppákoman vera slæmur fyrirboði fyrir það sem í vændum er og því er ekki að undra að Ísraelar og fleiri íbúar svæðisins séu uggandi yfir þessum óvæntu úrslitum. Þetta þýðir að samtök sem viðurkenna ekki tilvistarrétt Ísraelsríkis eru nú komin með hreinan meirihluta á palestínska þinginu. Erlent Fréttir Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Friðarhorfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs eru í algerri óvissu eftir að í ljós kom að Hamas-samtökin herskáu hefðu unnið stórsigur í palestínsku þingkosningunum í gær. Fatah-hreyfingin fékk ekki nema 43 þingsæti en Hamas-samtökin 76. Vitað var að Hamas-samtökunum myndi ganga vel í kosningunum en að þau myndu fá nánast tvöfalt meira fylgi en Fatah-hreyfing Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, er nokkuð sem fæstir höfðu búist við. Eftir að út spurðist í morgun að Hamas hefði farið með sigur af hólmi baðst Ahmed Qureia, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Úrslitin voru svo kynnt nú laust undir kvöld og þá var stórsigur þessara samtaka, sem viðurkenna alls ekki tilverurétt Ísraelsríkis, formlega staðfestur. Fullkomin óvissa ríkir nú um framtíð friðarferlisins fyrir botni Miðjarðarhafs því ísraelsk stjórnvöld hafa margítrekað að þau viðurkenni ekki ríkisstjórn Palestínumanna sem Hamas á aðild að og engin breyting hefur orðið á afstöðu Bandaríkjamanna til samtakanna þar sem þau hafa enn ekki ljáð máls á að afvopnast. "Eins og við höfum áður sagt, þú getur ekki verið hálfur í stjórnmálum og hálfur í hryðjuverkum," sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. "Þess vegna hefur stefna okkar gagnvart Hamas ekkert breyst." Síðdegis kom til átaka á milli stuðningsmanna Hamas og Fatah-hreyfingarinnar, eftir að þeir fyrrnefndu hengdu græna fána samtakanna utan á þinghús Palestínumanna í Ramallah. Fylkingarnar létu grjóti rigna hvor yfir aðra í dágóða stund en að lokum skarst lögreglan í leikinn. Þótt ekki hafi orðið alvarleg meiðsl á fólki þykir uppákoman vera slæmur fyrirboði fyrir það sem í vændum er og því er ekki að undra að Ísraelar og fleiri íbúar svæðisins séu uggandi yfir þessum óvæntu úrslitum. Þetta þýðir að samtök sem viðurkenna ekki tilvistarrétt Ísraelsríkis eru nú komin með hreinan meirihluta á palestínska þinginu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira