Erlent

Símaráðgjöf fyrir barnaníðinga

Barnaníðingar geta nú leitað sér aðstoðar í Danmörku, nafnlaust. Heilbrigðisráðuneyti hefur ákveðið að koma á fót símaráðgjöf fyrir barnaníðinga á danska ríkissjúkrahúsinu. Þjónustusíminn er hugsaður fyrir barnaníðinga sem vilja leita sér aðstoðar en hann verður opinn í einn til fjóra tíma á viku. Danir taka þar Englendinga sér til fyrirmyndar en reynslan þaðan sýnir að ráðgjöf er árángursríkasta og jafnframt ódýrasta aðferð til að hjálpa barnaníðingum til hætta að misnota börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×