Innlent

Dagsbrún hf. Móðurfélag 365 Fjölmiðla hefur keypt allt hlutafé í Securitas

Dagsbrún hf. Móðurfélag 365 Fjölmiðla hefur keypt allt hlutafé í Securitas hf. af Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Dagsbrún hf greiðir fyrir fyrirtækið með hlutabréfum í sjáfum sér að upphæð 421,7 milljónir króna. Samhliða sölu á hlutabréfunum í Securitas hefur Sjóvá gert samning við Milestone ehf. um sölu á bréfunum í Dagsbrún þegar skilmálar viðskiptanna hafa verið uppfylltir.

Fyrirtæki Dagsbrúnar, Og Vodafone og 365, bjóða heimilum nú þegar fjölþætta þjónustu á sviði fjarskipti og fjölmiðla. Nú mun Dagsbrún einnig bjóða öryggisgæslu. Kaupin á Securitas falla því vel að stefnu Dagsbrúnar að styrkja og efla þá þjónustu sem félagið veitir heimilum og fyrirtækjum á landinu," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×