Innlent

Víða ófært á Norður- og Norðausturlandi

Stórhríð hefur geisað víða á Norður- og Noðrausturlandi í morgun og ýmist er ekkert ferðaveður eða þá orðið ófært vegna snjóa .

Skólahaldi var sums staðar aflýst og annars staðar frestað þar sem skólabílstjórar sá vart út úr augum. Siglufjarðarvegur varð ófær sömuleiðis vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og stórhríð hefur geisað í Víkurskarði.

Það var líka stórhríð á Tjörnesi og ófært til Vopnafjarðar og um Melrakkasléttu. Þá er óveður á Möðrudalsöræfum og ófært um Breiðdalsheiði og Öxi. Ekki er þó vitað til þess að fólk hafi lent í umtalsverðum hrakningum vegna ófærðar í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×