Erlent

Fundað vegna kjarnorkuframleiðslu

Jack Straw
Jack Straw MYND/AP

Bandarískir og evrópskir ráðamenn funduðu í London í dag með rússneskum og kínverskum samstarfsbræðrum sínum. Tilgangurinn var að reyna að finna lausn á ágreiningi um hvaða skref eigi að stíga vegna frétta um að Íranir hafi ákveðið að hefja starfsemi á ný í kjarnorkurannsóknarstöð sinni.

Á fundinum var rætt um hvort að taka eigið málið upp í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Íranir hafa hótað því að hætta samstarfi sínu við Alþjóðlegu kjarnorkumálastofnunina ef þeir verða kallaðir fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, útilokaði fyrir fundinn að herafli yrði beitt gegn Íran vegna kjarnorkuframleiðslu þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×