Innlent

Trúfélög fái að gefa samkynhneigða saman

Frá messu helgaðri samkynhneigðum í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Frá messu helgaðri samkynhneigðum í Fríkirkjunni í Reykjavík. MYND/STEFÁN

Siðmennt, félag siðrænna húmanista, hvetur allsherjarnefnd Alþingis til að breyta hjúskaparlögum þannig að skráð trúfélög fái að gefa saman samkynhneigða einstaklinga. Þannig geti trúfélög sem það vilja gefið saman samkynhneigð pör en önnur séu ekki skyldug til þess.

Þá segir í áskorun Siðmenntar að ef félagið hefði réttindi til að gefa saman einstaklinga, líkt og systurfélag þess í Noregi, væri félagið reiðubúið að gefa saman samkynhneigð pör.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×