Erlent

Finnar þurfa að kjósa aftur

Aftur þarf að kjósa í forsetakosningunum í Finnlandi þar sem Tarja Halonen, forseti landsins, fékk ekki yfir helming atkvæða í kosningunum í gær eins og hún þurfti. En hún fékk aðeins 46 prósent atkvæða. Sauli Ninistö, fyrrverandi fjármálaráðherra Finnlands og frambjóðandi Hægriflokksins, hlaut 24% og Matti Vanhanen, forsætisráðherra og frambjóðandi Miðflokksins fékk 18,6%. Kosið verður því á milli þeirra Halonens og Ninistös eftir hálfan mánuð en þá þykir víst að Halonen sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×