Innlent

Vélsleðaslys í Halldórsdal við Kirkjufellsvatn.

Vélsleðaslys varð í Halldórsdal við Kirkjufellsvatn skammt frá Landmannalaugum á fjórða tímanum í dag.

Lögreglan í Vík í Mýrdal segir hóp manna hafa verið á ferð. Þeir hafi lent í hengju í slæmu skyggni og kastaðist einn þeirra fram á stýrið og af sleðanum.

Hann fékk áverka á brjósthol og bak og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Reykjavík, þar sem hann er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×