Innlent

Fjögur sjúkraflug í dag

Mikið hefur verið að gera í sjúkraflugi í dag og var flogið fjórum sinnum. Þar af þurfti að sinna þremur sjúklingum strax. Flugfélag Íslands flaug í öll skiptin.

Fyrsta flugið var kl. 11 til Kulusuk á Grænlandi. Farið var með Fokker að sækja mikið slasaðann sjúkling og hann fluttur til Reykjavíkur.

Næst var flogið til Sauðárkróks að sækja mikið veikan sjúkling sem var að koma frá Siglufirði. Ekki var hægt að bíða eftir að flugbrautin á Siglufirði yrði rudd og því var keyrt með sjúklinginn til Sauðárkróks og flogið með hann til Akureyrar. Flogið var með Twin Otter.

Stuttu eftir að lent var á Akureyri fór Twin Otterinn aftur á loft í þriðja flugið. Þá var flogið til Keflavíkur til að sækja sjúkling sem var að koma með Icelandair úr aðgerð erlendis. Flogið var með sjúklinginn til Akureyrar.

Á meðan á því flugi stóð fór fjórða flugið í gang og stendur það enn. Þá var flogið með hinni Twin Otter vél, Flugfélags Íslands, til Egilsstaða og alvarlega veikur sjúklingur fluttur til Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×