Innlent

Tveir menn verða fyrir líkamsárás í nótt.

Rólegt var í öllum umdæmum lögreglunnar á landinu í gærkveldi og í nótt. Þó voru tvær líkamsárásir í Reykjavík. Um klukkan 7 í morgun var maður sleginn niður fyrir utan veitingastaðinn Amsterdam í Tryggvagötu. Árásin sást í eftirlitsmyndavélum lögreglunnar og var sá er varð fyrir árásinni fluttur meðvitundarlaus á slysadeild. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum sem einnig var fluttur á slysadeild með brákaða hendi. Klukkustund fyrr, eða um sex leytið í morgun réðust fjórir menn að manni í Lækjargötu og var hann fluttur á slysadeild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×