Erlent

Á fjórða hundrað létust í troðningi

Fjöldi fólks tekur þátt í trúarathöfninni.
Fjöldi fólks tekur þátt í trúarathöfninni. MYND/AP

Talið er að yfir 300 manns hafi látið lífið í miklum troðningi við Jamaratbrú í Mena í Sádi-Arabíu þar sem fjöldi fólks tók þátt í trúarathöfn á síðasta degi Haj, árlegrar trúarhátíðar múslima.

Rúmlega tvær milljónir manna taka þátt í trúarhátíðinni í ár. Gríðarlegur troðningur var þar sem fólk beið eftir að grýta þrjá veggi, en það er hápunktur síðasta dags trúarhátíðarinnar og á að tákna að fólk grýti djöfulinn.

Um 250 manns létu lífið í troðningi á sama stað fyrir tveimur árum þegar fólk beið þess að grýta djöfulinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×