Innlent

Framboðslisti Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar samþykktur

MYND/Heiða Helgadóttir
Vinstri grænir í Reykjavík samþykktu framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor á félagsfundi sem haldinn var nú í kvöld. Í efsti sex sæti er raðað samkvæmt úrslitum prófkjörs sem haldið var í haust, fyrir utan fimmta sætið sem féll í skaut Gríms Atlasonar í prófkjörinu en hann kaus að taka ekki sætið. Efstu sæti listans eru því þannig skipuð að Svandís Svavarsdóttir leiðir listann, í öðru sæti Árni Þór Sigurðsson, þriðja sæti Þorleifur Gunnlaugsson, í því fjórða Sóley Tómasdóttir, Hermann Valsson í fimmta og Ugla Egilsdóttir í sjötta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×