Innlent

Árni segir göng kosta sextán milljarða

Áætlun tveggja norskra sérfræðinga gerir ráð fyrir að göng á milli lands og Eyja kosti um sextán milljarða króna. Árni Johnsen og félagar hans í hópi sem stóð að úttekt á gangagerð kynntu niðurstöður hennar á fundi í dag.

Árni segir kostnaðaráætlunina vera samkvæmt reynslu tveggja sérfræðinga hjá norskum verktakafyrirtækjum. Aðspurður hvort þeir starfi í nafni fyrirtækja sinna sagði Árni þá vissulega vera sérfræðinga sem störfuðu hjá umræddum fyrirtækjum og fyrirtækin tækju þar af leiðandi ábyrgð á þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×