Innlent

Tónleikar gegn stóriðjuframkvæmdum

Heimsþekktir tónlistarmenn, íslenskir og erlendir, koma fram til styrktar íslenskri náttúru í Laugardalshöllinni á laugardagskvöldið.

Með tónleikunum sem bera yfirskriftina "Er þjóðin að verða náttúrulaus?" vill hópurinn og listamennirnir sem þar koma fram vekja athygli á einstakri innanlands sem utan á náttúru Íslands og þeirri hættu sem að henni steðjar vegna stóriðjuframkvæmda.

Fjölmargir innlendir og erlendir listamenn koma fram á tónleikunum. Má þar nefna Björk, Sigur Rós, Damon Albarn, Damien Rice, Mugison og marga fleiri. Fyrir utan tónleikahúsnæðið munu ýmsir gjörningalistamenn koma fram.

Allir listamennirnir gefa vinnu sína sem og þorri starfsmanna og mun hagnaðurinn af tónleikunum renna í sjóð sem nota á til að efla náttúruvernd á Íslandi. Uppselt er á tónleikana en þeir verða teknir upp og settir á vefinn þar sem fólk mun geta keypt sér aðgang að þeim til styrktar málefninu.

Að blaðamannafundinum loknum tóku meðlimir í hljómsveitinni Rass lagið fyrir gest og gangandi.

Sjá má fréttina í heild sinni á VefTíVí Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×