Innlent

Innflutningurinn nam 285 milljörðum

Helsta ástæðan fyrir minni innflutningi í desember en nóvember er minni innflutningur á bensíni.
Helsta ástæðan fyrir minni innflutningi í desember en nóvember er minni innflutningur á bensíni.

Íslendingar fluttu inn vörur fyrir 23 milljarða króna í síðasta mánuði samkvæmt bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts. Það er fimm milljörðum minna en í nóvember þegar fluttar voru inn vörur fyrir 28 milljarða, meira en í nokkrum öðrum mánuði síðasta árs. Alls voru fluttar inn vörur fyrir 285 milljarða króna í fyrra.

Að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins skýrist munurinn á innflutningi í nóvember og desember að langmestu leyti af því að eldsneytisinnflutningur dróst saman.

Innflutningurinn í síðasta mánuði er fjórðungi meiri en í desember 2004 þegar undan er skilinn innflutningur skipa og flugvéla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×