Innlent

Fjölga ferðum vegna hláku

Mikið er um landflutninga á sumrin en nú þarf að fara fleiri ferðir til að flytja sama magn vegna þungatakmarkana.
Mikið er um landflutninga á sumrin en nú þarf að fara fleiri ferðir til að flytja sama magn vegna þungatakmarkana. MYND/Pjetur

Flutningafyrirtækin sem annast landflutninga hafa orðið að fjölga ferðum og aka með hálftóma bílana, eftir að Vegagerðin greip í gær til þess ráðs að setja þungatakmarkanir á vegi víða um land til að verja þá skemmdum í hlákunni.

Annarsvegar hefur myndast aurbleyta á malarvegum vegum, og hinsvegar þarf að hlífa slitlagi, þegar frostið undir því snarþiðnar. Þungatakmarkanir eru nú allt frá Borgarnesi, norður um vestfirðina og um Norðurland allt austur á Firði. Ekki var heldur hægt að aka suðurfyrir í gærkvöldi og í nótt þar sem hirngvegurinn loðakiðst austan við Hornafjörð þegar Jökulsá á Lóni fór að flæða yfir hringveginn og hann lokaðist. Vegurinn rofnaði þó ekki og var umferð hleypt á hann á ný á tíunda tímanum í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×