Innlent

Þungatakmarkanir á vegum víða um land

Vegagerðin hefur gripið til þess að setja þungatakmarkanir á vegi víða um land vegna aurbleytu á vegum, sem ekki hafa bundið slitlag, og til að hlífa slitlaginu, þar sem það er. Í hlýindunum hefur klaki í vegunum bráðnað og er hætt við skemmdum þar sem þungum bílum er ekið um við þær aðstæður. Þungatakmarkanir eru nú allt frá Borgarnesi, norður um vestfirðina og um Norðurland allt austur á Firði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×