Innlent

Rafmagn ódýrast á Húsavík

Orkuverð lækkaði mest hjá Orkuveitu Húsavíkur nú um áramótin og er nú ódýrast að kaupa raforku þaðan. Þrátt fyrir að Orkuveita Reykjavíkur hafi ekki lækkað raforkuverð nú um áramótin er næstódýrast að kaupa raforku þaðan.

Fjórir raforkusalar lækkuðu verð á raforku nú um áramótin. Mest lækkaði verðið hjá Orkuveitu Húsavíkur eða um rúmlega 52 %. RARIK lækkaði verð hjá sér um 39%, Hitaveita Suðurnesja um 5,8% og Norðurorka um 8,1%.

Þetta segir þó ekki alla söguna því þrátt fyrir að Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða hafi ekki lækkað raforkuverð hjá sér er það ekki dýrast hjá þeim. Ódýrust er raforkan hjá Orkuveitu Húsavíkur en aðeins munar um 0,6% á verði hjá henni og Orkuveitu Reykjavíku eða 99 krónum.

Dýrust er raforkan hjá Norðurorku og eins og sjá má á þessu súluriti þá munar ekki ýkja miklu í verði á raforku og munur á hæsta og lægsta verði aðeins 9,4 % eða 1663 krónur á ári. Á Súluritið vantar raforkuverð frá Rafveit Reyðarfjarðar en gjaldskrá hennar liggur ekki fyrir. Aðeins var tekið mið af þeim hluta raforkuverðs sem neytendur geta haft áhrif á en ekki af kostnaði vegna flutnings eða dreifingu á raforku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×