Innlent

Forsætisráðherra fór að lögum

Umboðsmaður Alþingis hefur skilað inn álit sínu vegna kvörtunar Braga Guðbrandssonar á þeirri ákvörðun forsætisráðherra að skipa Ingibjörgu Rafnar í embætti umboðsmanns barna. Í áliti umboðsmanns Alþingis kemur fram að ekki sé ástæða til athugasemda við skipun í embætti umboðsmanns barna. Forsætisráðherra hafi farið að lögum og að umsækjendum hefði mátt vera ljóst af auglýsingu um starfið að löglærður einstaklingur væri ákjósanlegastur í starfið. Bragi Guðbrandsson hafði ekki fengið álit umboðsmanns Alþingis í hendur í dag og vildi því ekki tjá sig um málið fyrr en honum hefur gefist tækifæri til að fara vel yfir álitsgerðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×