Innlent

Hettusótt herjar á ungmenni

Hettusótt herjar á fólk sem er um og rétt yfir tvítugt. Þetta fólk var ekki bólusett gegn óværunni, sem getur valdið ófrjósemi hjá körlum og þróast í heilahimnubólgu. Bent skal á að fólk á þessum aldri getur fengið ókeypis bólusetningu á heilsugæslustöðvum.

Um níutíu tilvik hettusóttar hafa komið inn á borð Landlæknisembættisins síðan í haust og er þetta í fyrsta skipti í áraraðir sem sjúkdómurinn kemur upp hérlendis. Hettusótt er bráðsmitandi fyrir þá sem ekki hafa verið bólusettir. Pestin barst til landsins með ungum manni sem smitaðist úti í Bretlandi en þar hefur gengið illa að fá fólk til að láta bólusetja sig.

Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir sjúkdóminn þó ekki sérlega hættulegan en geta verið bagalegan fyrir þá sem smitast. Karlar geta fengið bólgur í eistun sem valdið geta ófrjósemi í svæsnustu tilfellum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×