Innlent

FL Group kaupir hlut í FinnAir Oyj

FL Group festi kaup á rúmlega þrjár milljónir hluti í FinnAir Oyj með framvirkum samningi. Fyrir átti FL Investment, sem er dótturfélag í eigu FL Group, ríflega tvær milljónir hluti í fyrirtækinu í framvirkum samningi. Hlutirnir eru því ekki skráðir á nafn FL Investment eða FL Group en atkvæðisréttur er þó á þeirra hendi. Samanlagt eiga því FL Group og FL Investment rúmlega 6% atkvæðisréttar í FinnAir Oyj eftir kaupin í dag.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×