Innlent

Oddi verður Kvos

Allar eignir Prentsmiðjunnar Odda og dótturfélaga hennar hafa verið færðar yfir í nýtt félag, Kvos hf. Engar breytingar verða á eignarhaldi samstæðunnar og Þorgeir Baldursson verður áfram forstjóri.

Markmiðið með breytingunum er að skilja á milli móðurfélagsins og afkomueininga, samræma rekstur og bæta þjónustu.

Eftir breytingarnar skiptist starfsemi Kvosar í fjögur tekjusvið og eitt stoðsvið. Tekjusviðin eru miðlunarsvið, skrifstofuvörusvið, viðskiptaþróunarsvið og svið erlendrar starfsemi. Stoðsviðið nefnist fjármálasvið og innri þjónusta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×