Innlent

Umferðarljósin óvirk fram í næstu viku

Umferðarljósin á Fífuhvammsvegi í Kópavogi, við Reykjanesbrautina, verða að líkindum óvirk fram í næstu viku vegna umferðarslyss þar í gærkvöldi, þar sem varastykki í stýribúnað ljósanna er ekki til í landinu.

Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, slapp ótrúlega lítið meiddur þegar bíll hans fór út af Reykjanesbrautinni, valt niður grasbala, braut niður rafmagnskassa með stýribúnaði fyrir umferðarljósin og hafnaði á Fífuhvammsveginum. Svo vel vildi til að þar var engin á ferðinni þegar slysið varð. Bíllinn aflagaðist svo mikið í veltunni að beita þurfti klippum til að ná ökumanni út úr flakinu og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður. Bíllinn er hinsvegar gjör ónýtur. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.

Nýr stýribúnaður mun ekki vera til í landinu og getur dregist vel fram í næstu viku að fá hann hingað og biður lögregla vegfarendur að fara um þetta svæði með gát á meðan og fara eftir leiðbeinandi skiltum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×