Innlent

Blása nýju lífi í félagið

Forsvarsmenn Skátafélagsins Stróks í Hveragerði og Bandalags íslenskra skáta ætla að vinna saman að því að byggja upp aðstöðu skátafélagsins eftir að skátaheimilið og stór hluti búnaðar brann í eldsvoða í flugeldasölu á Gamlársdag.

Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi og Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálastjóri Bandalags íslenskra skáta, funduðu með forsvarsmönnum Stróks í gær. Byggja á starfsemina upp á nýjan leik en það verkefni kostar sitt. Því hefur verið ákveðið að óska eftir styrkjum og geta áhugasamir haf samband við skrifstofu Bandalags íslenskra skáta í síma 550 9800.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×