Innlent

Desember hlýr en umhleypingasamur

Hiti mældist um 2,5 stigum yfir meðallagi bæði í Reykjavík og á Akureyri í desember en mánuðurinn var almennt fremur hlýr en umhleypingasamur eftir því sem Trausti Jónsson veðurfræðingur segir. Meðalhiti í Reykjavík mældist 2,3 stig og er það 2,5 stigum yfir meðallagi. Þetta er nokkru hærri hiti en í desember í fyrra og hitteðyrra en talsvert kaldara en í metmánuðinum 2002. Á Akureyri mældist meðalhiti 0,7 stig og er það 2,6 stigum ofan meðallags.

Þá mældist úrkoma í Reykjavík 137 millímetrar og er það um 70 prósentum umfram meðallag í desember. Úrkoma hefur ekki verið jafnmikil í desember í Reykjavík síðan 1995. Á Akureyri mældist úrkoman 36 millímetrarog er það um þriðjungi minna en í meðalári.Sólskinstundir mældust 11 í Reykjavík og má það heita í meðallagi. Ekkert sólskin mældist á Akureyri í desember enda sól að mestu neðaan fjallahrings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×