Innlent

Hættan minni í Sorpu en talið var

MYND/Pjetur

Betur fór en á horfðist þegar mikinn reyk lagði frá eimingarpotti í efnamóttöku Sorpu á aðalvinnslusvæði fyrirtækisins í Gufunesi á tíunda tímanum. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út. Ljóst er að illa hefði getað farið þar sem ýmis hættuleg efni eru meðhöndluð í efnamóttökunni og því var viðbúnaður slökkviliðs þetta mikill. Engan starfsmann sakaði og tjón er talið það lítið að starfsemi verður líklega haldið áfram síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×