Innlent

Neiti orkukaupum frá Norðlingaölduveitu

Mynd/Vilheml

Náttúruverndarsamtök Íslands vilja að Alcan lýsi því yfir að fyrirtækið muni ekki kaupa orku frá Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum. Með þessu geti fyrirtækið lagt sitt af mörkum til náttúruverndar á Íslandi segir í áskorun samtakanna til Alcan.

Í greinargerð með áskoruninni segir að Þjórsárver séu miklu stærri en núverandi friðland, þar sé að finna eitt víðáttumesta og fjölbreyttasta gróðursvæði á landinu og þar sé mesta heiðagæsavarp í heimi. Að auki er bent á að virtir erlendir sérfræðingar hafi mælt með að verin verði sett á heimsminjaskrá UNESCO.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×