Innlent

Eldur í efnamóttöku

Allt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna reyks í efnamóttöku Sorpu á aðalvinnslusvæði fyrirtækisins í Gufunesi. Slökkviliðið kom á staðinn nú rétt fyrir fréttir og var að kanna aðstæður en starfsmaður í efnamóttöku Sorpu sagði að engin hætta hefði reynst á ferðum, þarna hefði verið gufureykur en enginn eldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×