Innlent

Strætó til háborinnar skammar

Þrettán til átján ára ungmenni þurfa að greiða sama gjald og fullorðnir ef þau ætla að staðgreiða einstakar ferðir.
Þrettán til átján ára ungmenni þurfa að greiða sama gjald og fullorðnir ef þau ætla að staðgreiða einstakar ferðir. MYND/Heiða

Það er til háborinnar skammar að Strætó bs. bjóði ekki upp á sérstakt staðgreitt fargjald fyrir unglinga á þrepi milli þess sem börn og fullorðnir greiða, segir í ályktun frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar. Þetta segir ráðið ekki síst til skammar þar sem ungmenni séu stór hluti af viðskiptavinum Strætó.

Í ályktuninni segir að sú ákvörðun Strætó að taka ekki upp sérstakt staðgreitt ungmennafargjald í nýrri gjaldskrá sem tók gildi um áramót. "Ungmennaráð furðar sig á því að ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem ekki hafa sömu réttindi og fullorðnir skuli vera látin greiða semslíkir fyrir almenningssamgöngur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×