Innlent

Segir skýringar olíufélaga á hækkunum fyrirslátt

MYND/Pjetur

Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur að þær skýringar olíufélaganna, að rekja megi bensínhækkanir í fyrradag til hækkunar á heimsmarkaðsverði, séu fyrirsláttur. Olíufélögin séu hinsvegar að hækka álagningu sína. Þessu til stuðnings benda þau á heimsmarkaðsverðið eins og það var 10. desember og verðið hér á landi á sama tíma og segja að samkvæmt heimsmarkaðsverði núna ætti verðið hér á landi að vera um það bil krónu lægra en það er, ef ekki hafi komið til hækkuð álagning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×