Innlent

Kveikt í fólksbíl

MYND/Róbert

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í fólksbíl, sem sem stóð fyrir utan Krónuna við Jafnasel í Breiðholti og barst eldurinn í annann bíl við hliðina. Slökkviliðinu var tilkynnt um eldinn um klukkan hálf sex í morgun og logaði í báðum bílunum, þegar að var komið. Eldurinn var slökktur, en skömmu eftir að slökkviliðið var farið af vettvangi gaus eldur aftur upp í örðum bílnum og þurfti liðið aftur að fara á vettvang. Annar bíllinn er að líkindum ónýtur og hinn talsvert skemmdur. Engin hefur verið handtekinn vegna málsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×