Innlent

Brotist inn í Grafarvogskirkju

Brotist var inn í Grafarvogskirkju í nótt og þaðan stolið söfnunarbauk. Engar skemmdir virðast hafa verið unnar nema hvað þjófurinn braut stóra rúðu til að komast inn. Ekki liggur fyrir hversu mikið fé var í bauknum og þjófurinn er enn ófundinn. Þá var brotist inn í söluturn í Vesturborginni í nótt og sáu vitni til þriggja pilta þar sem þeir hurfu út í náttmyrkrið. Þar var skiptimynt og tóbaki einnig stolið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×