Innlent

Hjálparstarf liggur niðri í Pakistan

Allt hjálparstarf liggur nú niðri í Pakistan vegna mikils snjós og rigningar sem hefur aukið mikið á raunir eftirlifendur jarðskjálftans þar sem um 90 þúsund manns fórust. Flætt hefur inn í tjöld sem flóttamenn hafast við í og er talið að um þrjár milljónir manna séu heimilislausir og búi í bráðabirgðaskýlum og tjöldum sem á engan hátt eru nógu sterk til að þola vetrarkuldann. Ekki er vitað um manntjón í veðrinu en Sameinuðu þjóðirnar segja að eins margir gætu farist í vetrarkuldanum og í jarðskjálftanum í landinu í október á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×