Innlent

Bílslys við Smáralind

Bíl var ekið út af á mislægum gatnamótum við Smáralind á tíunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun bílstjórinn ekki vera mikið slasaður. Aðkoman var samt ljót og hljóðaði tilkynningin til lögreglu þannig að bílnum hefði verið ekið út af Reykjanesbrautinni, þar sem hún liggur yfir Fífuhvammsveg, og hefði bíllinn lent á neðri brautinni. Þetta hefur lögreglan þó ekki fengið staðfest á þessari stundu. Lögreglan stjórnar umferðinni á þessum stað svo að hún megi ganga greiðlega á meðan lögregla og tæknilið athafnar sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×