Innlent

Þrír fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir harðan árekstur

Þrír voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir harðan árekstur tveggja bíla á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar á sjötta tímanum í kvöld. Ökumenn beggja bílanna voru í bílbeltum en farþegi annars bílsins var ekki í belti. Bílarnir eru mikið skemmdir og þurfti kranabíl til að fjarlægja þá. Umferð tafðist nokkuð vegna árekstursins en mikil umferð var um gatnamótin þegar áreksturinn átti sér stað. Ekki er að fullu ljóst um orsakir árekstursins en lögreglan mun yfirheyra vitni til að fá úr því skorið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×